Jóhann Smári Sævarsson

Söngvari

Jóhann Smári Sævarsson

Jóhann Smári Sævarsson hefur starfað sem óperusöngvari í að verða 30 ár og sungið einsöngshlutverk í um 80 óperuuppfærslum víða erlendis og hér heima. Hann hefur starfað með ýmsum frægum hljómsveitastjórum, meðal annarra Bernard Haitink, Kent Nagano, James Conlon og Gennadi Rozhdestvensky, og þekktum hljómsveitum á borð við London Philharmonic, BBC Concert Orchestra, Gurzenich Orchester, Berliner Sinfonie og WDR útvarpshljómsveitina í Köln.