Katerina Anagnostidou

Slagverksleikari

Katerina Anagnostidou

Gríski slagverksleikarinn Katerina Anagnostidou býr í Kaupmannahöfn í Danmörku. Árið 2017, eftir að hafa lokið námi sínu í klassísku slagverki í Aþenu, hóf hún meistarnám við Konunglegu akademíuna í Kaupmannahöfn hjá Gert Mortensen. 

Katerina kemur regulega fram sem einleikari. Hún hefur tekið þátt í ýmsum alþjóðlegum keppnum eins og ARD International Music Competition í München og vann til verðlauna í keppnum á árunum 2011 og 2012. Árið 2018  frumflutti hún marimbukonsert eftir 

Peter Klatzow’s í Danmörku með sinfóníuhljómsveitinni í Álaborg. Hún hefur einnig komið fram í dönskum frumflutningum á marimbukonsert eftir Marcin Blazewicz og verkinu Komboi eftir Xenakis sem og ýmsum öðrum verkum.

Katarina er stofnfélagi KIMI og SISTRO dúósins og vinnur reglulega með ýmsum hljóðfærahópum. Hún sérhæfir sig í nútímatónlist og gamalli tónlist (early music). Árið 2016 hlaut hún verðlaun Dönsku sinfóníuhljómsveitarinnar sem bjartasta vonin.

Styrktar- og samstarfsaðilar