Knut Erik Jensen

píanóleikari

KNUT ERIK

Knut Erik Jensen bý í Selbu og kennir við tónlistardeildina í NTNU. Þá hefur hann umsjón með píanódeild Menningarskólans í Trondheim og er sjálfstætt starfandi píanóleikari.

Hann lauk meistaragráðu í píanóleik frá Tónlistarháskólanum í Trondheim og er eftirsóttur meðleikari og æfingapíanisti, jafnt sem einleikari og kammertónlistarflytjandi.

Frá árinu 2007 hefur hann leikið um 200 tónleika í Bandaríkjunum, mest einleikstónleika en einnig sem meðleikari með söngvurum og sem einleikari með hljómsveitum. Hann leggur áherslu á flutning norskrar píanótónlistar; hann flutti allar rómönsur Grieg í Seattle og hefur leikið píanókonserta Grieg og Klaus Egge, auk þess að panta ný verk og flytja sjaldheyrð verk. Þá pantaði hann og frumflutti píanósónötuna "Ruf und Nachklang" af Ståle Kleiberg árið 2013 og árið 2022 lék hann á plötuna Requiem, The Teacher Who Wasn't, and Trisyn eftir Marcus Paus, með Knut Stiklestad. Þá hefur hann fjölbreyttan bakgrunn í ýmsum tónlistarstílum.

Styrktar- og samstarfsaðilar