Matti Borg

Tónskáld og raddþjálfi

Matti-Mydtskov (1)

Matti Borg stundaði nám í tónsmíðum og söng við Konunglegu dönsku tónlistarakademíuna og seinna framhaldsnám í London og Svíþjóð. Hann hefur samið tónlist fyrir kóra, söngvara, hljómsveitir, kammer, leikhús, söngleiki og kennslu. Árið 2014 tónsetti Matti Borg 5 ljóð eftir Henrik Danaprins sem voru flutt í maí sama ár að prinsinum viðstöddum. Ljóðin voru hljóðrituð og gefin út árið 2019 á plötunni „Passing Through“ með Gittu-Mariu Sjöberg, sópransöngkonu og Polinu Fradkinu, píanista.

Mörg söngljóða hans hafa verið þýdd á önnur tungumál og verk hans má oft heyra í sjónvarpi og útvarpi. Matti leitar gjarnan innblásturs hjá ljóðskáldum, skáldum og listmálurum. Kennsla spilar einnig stórt hlutverk í lífi hans og hann er eftirsóknarverður tónlistarkennari hjá börnum, ungu fólki, söngvurum, leikurum og hljóðfæraleikurum.

Í verkum Matta má finna fjölbreytt form, efniviði og tjáningarleiðir en hann hefur einnig verið opinn fyrir öðrum menningarheimum og listformum - til að mynda norrænu þjóðlagahefðinni sem hann leikur sér með á hrífandi og persónulegan hátt; af virðingu en jafnframt á frjálsan, nútímalegan og klassískan hátt.

Verk hans hafa verið flutt á Norðurlöndunum, Bandaríkjunum, Belgíu, Spáni, Frakklandi, Kýpur, Rússlandi, Japan, Canada og Englandi.

Styrktar- og samstarfsaðilar