Meðlimir úr Skólakór Kársness
Barnakór

Ungir söngvarar úr Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur taka virkan þátt í Óperudögum í Kópavogi og leika stórt hlutverk í FótboltaÓperu Helga R. Ingvarssonar.
Kórinn hefur verið starfræktur frá árinu 1975 og er einn þekktasti barnakór landsins. Þar hafa margir söngvarar og tónlistarmenn stigið sín fyrstu skref á tónlistarsviðinu.
Á heimasíðu kórsins má lesa sér meira til um starfið og skoða skemmtilegar myndir.