Opnun Óperudaga á fjölskyldustund í Salnum
Salnum Kópavogi · lau 28. maí kl. 13:00
Óperudagar í Kópavogi hefjast 28. maí með frumflutningi FótboltaÓperunnar í Salnum á fjölskyldustund Menningarhúsa Kópavogs. FótboltaÓperan er eftir Helga R. Ingvarsson en sex einsöngvarar, fimmtán börn úr Skólakór Kársness ásamt trommuleikara flytja óperuna sem er um tíu mínútur að lengd. Að því loknu verður börnum boðið að skoða leynda kima Salarins og kynnast undirbúningi hjá söngvurum áður en þeir stíga á svið. Á túninu verða fótboltamörk og ýmsar uppákomur í boði sem tengjast fótboltaíþróttinni og komandi EM keppni.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Þátttakendur
tónskáld
barítón
mezzósópran
mezzósópran
barítón
tenór
tenór
slagverksleikari
barnakór