Hugi Jónsson

Barítón

Hugi

Hugi Jónsson lauk M.Mus prófi í óperusöng í Utrecht, Hollandi, 2012. Þar áður lærði hann söng í Söngskólanum í Reykjavík og Nýja tónlistarskólanum. Frá 2003 hefur Hugi verið virkur þátttakandi í tónlistarlífi höfuðborgarsvæðisins og kemur mest fram við kirkjulegar athafnir. Á síðasta ári söng hann aríuhluta Jóhannesarpassíu J.S. Bach ásamt kammerkór Grafarvogskirkju og gaf út sálmaplöturnar Kvöldbæn og Heilög jól, aðventu- og jólasálmar frá gamla Íslandi, ásamt Kára Allanssyni organista. Þá söng Hugi annað aðalhlutverka Bjarnarins, The Bear, óperu eftir William Walton. Leikhópurinn Sómi þjóðar kom að sýningunni sem var sýnd á listahátíðinni Cycles í Kópavogi. Hópurinn endurtekur sýninguna í júní nk. í Reykjavík og í Härjedalens Kulturcent í Svíþjóð.

Styrktar- og samstarfsaðilar