Þórhallur Auður Helgason

Tenór

Þórhallur Auður Helgason

Þórhallur Auður Helgason hóf klassískt söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík síðla árs 2011 undir leiðsögn Þórunnar Guðmundsdóttur. Hann hafði þá sungið tenór í kór Menntaskólans í Reykjavík og því næst í Mótettukór Hallgrímskirkju, þar sem hann syngur enn. Þórhallur hóf ungur nám á fiðlu og píanó við Suzuki Allegro en sneri áhuga sínum að söng að loknu menntaskólanámi. Hann hefur tekið þátt í uppsetningu Tónlistarskólans í Reykjavík á óperunum Mærþöll árið 2014, þar sem hann söng hlutverk hertoga, og Hlina kóngssyni árið 2016, þar sem hann söng hlutverk Lobbu. Hann hefur sungið sólóhlutverk meðal verkefna Mótettukórsins, auk þess að syngja tenór með oktettnum Fjárlaganefnd frá stofnun hópsins undir árslok 2015. Þórhallur er einnig nemandi í heimspeki og eðlisfræði við Háskóla Íslands.

Styrktar- og samstarfsaðilar