Jón Svavar Jósefsson

Barítón

Jón Svavar Jósefsson

Jón Svavar Jósefsson óperusöngvari lauk námi frá Universität für Musik und Darstellende Kunst í Vínarborg og útskrifaðist þaðan sem óperusöngvari 2007 með Ralf Döring sem aðalkennara.

Jón hefur sótt fjölda námskeiða í söng- og sviðslistum á Íslandi, Belgíu, Austurríki og á Akureyri og hefur hann haldið marga einsöngstónleika á Íslandi, sungið víða sem og annarsstaðar.

Þá hefur Jón Svavar sungið fjölda einsöngshlutverka og kórverka, með Sinfoníuhljómsveit Íslands, Íslensku Óperunni, Ungfóníunni og öðrum kammerhópum.

Meðal hlutverka Jóns eru Guglielmo úr Cosi fan tutte eftir W.A. Mozart, Papagenó úr Töfraflautunni eftir W. A. Mozart, Ábótinn úr Carmina Burana e. Carl Orff og Rebbi í Baldursbrá Gunnsteins Ólafssonar.

Jón hefur starfað sem söngvari, leikari, kórstjóri og kennari síðastliðin ár og komið fram með sjálfstæðum tónlistar- og leikhópum. Einnig kemur hann fram sem kvæðamaður og kveður rímur. Þá hefur Jón Svavar frumflutt 6 nýjar óperur eftir íslenska höfunda á síðastliðnum 6 árum.

Jón Svavar var tilnefndur sem söngvari ársins til íslensku tónlistaverðlaunanna fyrir framgöngu sína með kammerhópnum Kúbus árið 2014.