Einar Dagur Jónsson

Tenór

Einar Dagur

Einar Dagur Jónsson tenór er fæddur 1996. Hann byrjaði að læra söng 2013 í Söngskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Egils Árna Pálssonar og Önnu Rún Atladóttur. Einar hefur þrátt fyrir ungan aldur sungið hlutverk Gastone í La traviata undir stjórn Garðar Cortes, sungið einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Rico Saccani og nokkra tónleika fyrir unga einsöngvara og alltaf fengið lofsama dóma. Einnig hefur Einar sótt fjölda masterklassa hjá nokkrum erlendum hljómsveitastjórnendum og næst mun hann sækja námskeið á vegum Lucy Arner stjórnanda og starfsmann Metropolitan óperunnar í Króatíu.

Styrktar- og samstarfsaðilar