Oddur Arnþór Jónsson

Söngvari

Oddur Jónsson (low-res)-7.jpg

ODDUR ARNÞÓR JÓNSSON, barítón, hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2018 sem söngvari ársins fyrir hlutverk Michaels í Brothers, óperu Daníels Bjarnasonar á Listahátíð 2018. Hann var útnefndur Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2014 fyrir hlutverk sitt í Don Carlo.

Oddur lærði hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Alexander Ashworth í Söngskólanum í Reykjavík og stundaði framhaldsnám í óperu- og ljóðasöng við Mozarteum háskólann í Salzburg, Austurríki hjá Andreas Macco og Mörthu Sharp.

Við Íslensku óperuna hefur hann sungið fjölda hlutverka, m.a. Don Giovanni og Figaro í Rakaranum frá Sevilla. Sem ljóðasöngvari hefur Oddur flutt Das Lied von der Erde eftir Gustav Mahler í Garnier-óperunni í París, Vetrarferðina og Schwanengesang á Schubert-hátíðinni í Vilabertran á Spáni.

Oddur hefur hlotið fjölda viðurkenninga í alþjóðlegum ljóðakeppnum. Hann fékk Schubert-verðlaunin og verðlaun sem besti ljóða- og óratóríu flytjandinn í Francesc Viñas keppninnni í Barcelona. Hann sigraði Brahms-keppnina í Pörtschach í Austurríki og varð þriðji í Schuberg-keppninni í Dortmund í Þýskalandi.


Mynd:  Melissa Zgouridi Studios

Styrktar- og samstarfsaðilar