Pálína Jónsdóttir

Leikstjóri

Pálína Jónsdóttir

Pálína Jónsdóttir er leikhús-og óperuleikstjóri. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í leikstjórn frá leikstjórnardeild Columbia háskólans í New York árið 2017. Pálína er leikstjóri Ég heiti Guðrún, eftir Rikke Wölch, í Þjóðleikhúsinu. Hún leikstýrði á seinasta leikári Darkside eftir Tom Stoppard og Pink Floyd fyrir Burning Coal Theatre Company í Raleigh í Norður Karólínu, aðstoðarleikstýrði óperunni Hollendingurinn fljúgandi eftir Richard Wagner fyrir óperuhúsið í San Jose í Kaliforníu og leikstýrði Sleepwalking in the Nether World eftir Jacob Hirdwall í Theatre Row í New York á Nordic Stage Festival for New Scandinavian Plays. Útskriftarsýning hennar, Babette’s Feast, byggð á smásögu Isak Dinesen, var sýnd í Connelly leikhúsinu í New York. Hún leikstýrði Playing the Queen eftir Antti Mikkola fyrir The Scandinavian American Theater Company í New York og aðstoðarleikstýrði óperuleikverkinu Mata Hari eftir Paul Peers & Matt Marks fyrir Prototype Festival í NYC. Fyrir leiksvið Columbia háskólans leikstýrði Pálína Draumleik eftir August Strindberg, Þremur systrum eftir Anton Chekhov og Dauðasyndunum eftir Bertolt Brecht.

www.palinajonsdottir.com