Rúnar Kristinn Rúnarsson

Söngvari

Rúnar Kristinn

Rúnar Kristinn Rúnarsson nam klassískan söng undir handleiðslu Anniku Tonuri í Vestmannaeyjum áður en hann hóf nám við í söngleikjalist við hinn virta Guildford School of Acting í Bretlandi, þar sem hann hlaut m.a. McGrath skólastyrkinn og fór með hlutverk Curtis Jackson í útskriftarsýningu skólans Sister Act. Stuttu eftir útskrift sigldi Rúnar í nokkur ár um heimsins höf í leikhúsum Aida Cruises skemmtiferðaskipanna á milli þess að hafa búsetu í London. Síðan hann sneri aftur til Íslands hefur hann m.a. leikið í We Will Rock You og fór hann einnig með hlutverk Moritz Stiefel í söngleiknum Vorið Vaknar hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann hlaut fyrir það tilnefningu sem söngvari ársins á Grímunni 2020. Fyrir utan það að vera sérlærður söngleikjaleikari hefur Rúnar starfað sem tónlistarmaður og fjölstílasöngvari við hin ýmsu tilefni frá unglingsaldri og tekið að sér smærri leiklistarverkefni í sjónvarpi og auglýsingum.

Styrktar- og samstarfsaðilar