Timothy Nelson

Leikstjóri og stjórnandi

Tim

Timothy Nelson starfar sem leikstjóri, hljómsveitarstjóri og hönnuður í Norður-Ameríku og Evrópu. Nýlega leikstýrði hann L‘Incoronazione di Poppea og Il Ritorno d‘Ulisse in Patria í Barbican Hall í London fyrir Academy of Ancient Music, Un Ballo in Maschera fyrir Iford Arts Festival og Les Pecheurs de Perles fyrir Nationale Riesopera, þar sem hann er tíður gestur. Hann hefur einnig leikstýrt og séð um hönnunina á uppsetningum á The Lighthouse og Figaro in Four Quartets. Meðal annarra verka má nefna uppfærslur á Rigoletto og Madama Butterfly fyrir Festival Enta Concerti í Sardiníu, Aureliano in Palmira fyrir hina rómuðu Festivale della Valle d‘Itria í Martina Franca, Riders to Sea fyrir Grachtenfestival hátíðIna í Amsterdam, Dido og Aenas og Love Songs eftir Viver fyrir Rotterdam Operadagen, La Voix Humaine fyrir Residentie Orkest í Den Haag, Giulio Ceasare fyrir Opera London og evrópskar faranduppfærslur af Where the Wild Things Are og L‘Enfant et les Sortileges fyrir Hollensku óperuna og NJO. Timothy Nelson hefur verið listrænn stjórnandi American Opera Theater, Óperustúdíós Hollands og starfar nú sem slíkur fyrir Nieuwe Stemmen fyrir Rotterdam Operadagen.

Styrktar- og samstarfsaðilar