Ljóðastöðvar

út um allan bæ · mið 30. okt
út um allan bæ · fim 31. okt
út um allan bæ · fös 1. nóv
út um allan bæ · lau 2. nóv
út um allan bæ · sun 3. nóv
My Post-3.jpg

FYLLUM BORGINA AF LJÓÐUM

Viltu taka þátt í Ljóðadögum Óperudaga?

Á Ljóðadögum Óperudaga geta allir sem vilja troðið upp á nokkrum ljóðastöðvum um borgina. Ljóðastöðvarnar verða staðsettar á eftirfarandi stöðum:

  • Borgarbókasafninu í Grófinni 
  • Kjarvalsstöðum
  • Borgarbókasafninu í Gerðubergi *
  • Ráðhúsi Reykjavíkur *
  • Mjóddinni *

Á hverri ljóðastöð verður hægt að spila/syngja/flytja ljóð fyrir loftslagið á opnunartímum ljóðastöðvanna sem frá klukkan 12:00 - 16:00, með eftirfarandi undantekningum.

  • Ráðhús Reykjavíkur: Opin til kl. 15:00 föstudaginn 1.11.
  • Bókasafnið Gerðubergi:  Opin frá 13:00 - 16:00  2. og 3 11.
  • Mjóddin: Lokuð á sunnudögum

Tökum höndum (röddum) saman og syngjum, raulum, gólum, hrópum, skrækjum, hvíslum, köllum, lesum og fyllum borgina af ljóðum fyrir loftslagið á Ljóðadögum Óperudaga í haust.

Þátttakendur

sönghópur