Óperudeild SSD með óperusmiðju

Söngskóli Sigurðar Demetz, Ármúla 44 · mið 17. nóv kl. 17:00
Óperudeild SSD með óperusmiðju

Miðvikudaginn 17. nóvember mun óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz vera með opinn tíma,

einskonar óperusmiðju í sal skólans í Ármúla 44. Smiðjan hefst kl. 17.

Öllum verður opið að koma og fylgjast með vinnu deildarinnar en kl. 19 eru ráðgerðir stuttir tónleikar

þar sem örsenur verða sýndar en þær verða afrakstur vinnu fyrstu vikurnar í starfi deildarinnar í vetur.

Óperudeild SSD setur venjulega eina sýningu upp á hverjum vetri. Leiklistarkennari deildarinnar og

leikstjóri sýninga síðustu tveggja ára er Þorsteinn Bachmann en hann vinnur með hópnum allan veturinn í leiklistartækni Michael Chekhov. 

Aðrir leiðbeinendur deildarinnar eru Antonía Hevesi og Gunnar Guðbjörnsson .

Styrktar- og samstarfsaðilar