Heimir Hlöðversson

Listamaður/kvikmyndagerðarmaður

Heimir Hlöðversson

Heimir Freyr Hlöðversson listamaður/ kvikmyndagerðarmaður hefur unnið við listsköpun, margmiðlun, og kvikmyndagerð s.l. 20 ár. 

Hann vinnur með mismunandi miðla vídeó, ljósmyndir og hljóð. Hann var í tónlistarnámi frá sex ára aldri þangað til að hann varð tuttuguogtveggja ára 

Eftir tónlistarnámið fór hann og stúderaði margmiðlunarlist í Hollandi og síðar kvikmyndagerð í Madrid.  Hann hefur gert heimildarkvikmyndir, sett upp listasýningar, og upplifanir í almennings- og sýningar rýmum. Umhverfismál og náttúran eru honum hugleikinn og sækir hann gjarnan  innblástur þangað. Meðal verka hans er opnunarverk Vetrarhátíðar 2020 sem var varpað á Hallgrímskirkju og sýningin Kyrie Eleison sem var í Ásmundarsal sama ár. Í ágúst varpaði hann verkinu Catalysis #2 á Menningarhúsið Hof á Akureyri. Verkið var gert í tilefni 10 ára afmælis hússins.


Sponsors and partners