Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir

Soprano

Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir

Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 2000. Þá lá leiðin til Þýskalands og lauk Ingibjörg mastersgráðu í óperu- og ljóðasöng frá Tónlistarháskólanum í Nürnberg árið 2005. Ingibjörg hefur komið fram á tónleikum sem einsöngvari við ýmis tækifæri, haldið fjölda tónleika, sungið á óperusviðum og einsöng með kórum og sinfóníuhljómsveitum m.a. í Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi, Tékklandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Á árunum 2005-2012 starfaði Ingibjörg við Heilig-Geist Theater í Nürnberg og söng leiðandi sópranhlutverk í fjölda óperusýninga. Ingibjörg starfar í dag sem söngkona og er einnig umsjónarkennari og kórstjóri við Klettaskóla í Reykjavík.

Sponsors and partners