Norðuróp

Óperufélag

Screenshot 2023-10-03 at 00.56.53

Óperufélagið Norðuróp var stofnað á Akureyri haustið 1999 sem samvinnuverkefni Tónlistarskóla Akureyrar, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, Leikfélags Akureyrar og óperusöngvara á svæðinu. Félagið hefur starfað í Reykjanesbæ frá árinu 2001. Jóhann Smári Sævarsson óperusöngvari, hefur verið listrænn stjórnandi frá upphafi. Norðuróp hefur til dagsins í dag flutt fjöldann allan af óperum og óperutónleikum, er lengst starfandi grasrótarópera landsins og höfum við lagt ríka áherslu á að finna nýjar leiðir í að flytja óperur og óperutónlist. Margir ungir söngvarar hafa fengið sín fyrstu tækifæri að syngja óperuhlutverk á sviði hjá okkur í bland við landsþekta stórsöngvara sem hafa tekið þátt í uppfærslunum okkar, má þar nefna: Kristján Jóhannsson, Garðar Thor Cortes, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Egill Árni Pálsson, Þóra Einarsdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Guja Sandholt, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Elsa Waage, Hrólfur Sæmundsson, Viðar Gunnarsson, Bergþór Pálsson, Davíð Ólafsson og Keith Reed. Við höfum flutt óperur í gamalli skipasmíðastöð ( Gianni Schicci, Z-Ástarsaga), í Keflavíkurkirkju (Tosca I þáttur í Kirkjunni, II þáttur í safnaðarheimilinu og III þáttur “open air” þar á milli) ..í fokheldri skólabyggingu Eugin Onegin og flutt Mozart Requiem í gamalli fyskverkun með sinfóníuhljómsveit svo eithvað sé nefnt.

Verkefni:

1999 Brúðkaup Figarós eftir Mozart í samvinnu við Leikfélag Akureyrar og Tónlistarskóla Akureyrar,

2000 Sæmi sirkusslanga eftir Malcom Fox í samvinnu við Leikfélag Akureyrar.

2001 Óperuhátíð í Reykjanesbæ: Gianni Schicchi eftir Puccini, Requiem eftir Sigurð Sævarsson

Og Z – ástarsaga eftir Sigurð Sævarsson.

2001 – 2011 Ýmsir óperutónleikar

2011 Tosca eftir Puccini

2012 Eugene Onegin eftir Tchaikovsky

2013 Verdi- Wagner afmælis hátíðartónleikar

2014 20 ára starfsafmælistónleikar Jóhanns Smára Sævarssonar

2015 Brúðkaup Figarós eftir W.A.Mozart. Óperustúdíó Norðuróp í samvinnu við Tónlistarskóla

Reykjanesbæjar og Hljómahöll í Reykjanesbæ.

2017 Óperurokktónleikar-Hollendingurinn fljúgandi eftir R.Wagner

2019 Fiðlarinn á þakinu J. Bock

2022 Mozart Requiem

2023 Verdi Requiem

Sponsors and partners