Sigríður Aðalsteinsdóttir

Mezzosopran

Sigríður Aðalsteinsdóttir

Sigríður Aðalsteinsdóttir lauk 8. stigi frá Söngskólanum í Reykjavík 1994 og burtfararprófi frá sama skóla 1995. Aðalkennari hennar við skólann var Elísabet F. Eiríksdóttir. Haustið 1995 hóf hún nám í óperudeild Tónlistarskólans í Vínarborg og ári síðar hóf hún nám við óperudeild Tónlistarháskólans í Vínarborg þaðan sem hún lauk námi árið 2000 með hæstu einkunn. Sigríður lauk kennaranámi til kennsluréttinda frá KÍ 2004 og meistarnámi í stjórnun frá HÍ 2013. Sigríður hefur starfað sem söngkennari frá árinu 2002 bæði á Akureyri og í Reykjavík.
Sigríður hóf söngferil sinn í Þjóðaróperunni í Vínarborg árið 1997 þá enn við nám í tónlistarháskólanum. Hún var síðan lausráðin einsöngvari við Þjóðaróperuna til ársins 2002. Hún söng ýmis hlutverk við húsið, m.a. þriðju dömu í Töfraflautunni, Fjodor í Boris Godunow og Mercedes í Carmen. Á Íslandi hefur hún sungið hlutverk Zitu í Gianni Schicci með Norðurópi,  þriðju dömu í Töfraflautunni, Marcellinu í Brúðkaupi Fígarós, Mother Goose í Rake’s Progress og Lolu í Cavalleria Rusticana og ýmis hlutverk í Óperuperlum hjá Íslensku óperunni. Hún hefur haldið fjölda ljóðatónleika og komið fram sem einsöngvari með ýmsum kórum og hljómsveitum, m.a. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhlómsveit unga fólksins.  

Sponsors and partners