Ferðalög - KIMI

Breiðholtskirkja · 23/10/21 at 3:15 PM
Kimi

Ferðalög:

Tríóið KIMI leikur eigin útsetningar á þjóðlögum frá Grikklandi, Íslandi og Írlandi ásamt nýjum verkum sem samin eru fyrir hópinn. Má þar nefna og Octopus (2021) eftir bandaríska tónskáldið Marianna Filippi og Ferðalög (2021) eftir íslenska tónskáldið Finn Karlsson. Verkið byggir á þjóðlögum frá Íslandi, Grikklandi og Danmörku - en bæði tríómeðlimir og tónskáldið eru búsett í Kaupmannahöfn.

KIMI er skipað Jónasi Ásgeiri Ásgeirssyni harmóníkuleikara (IS), Katerinu Anagnostidou slagverksleikara (GR) og Þórgunni Önnu Örnólfsdóttur söngkonu (IS). 

Tríóið einblínir einkum á flutning nýrrar tónlistar í bland við eigin útsetningar á þjóðlögum og sönglögum. Sérstök hljóðfærasamsetning hópsins kallar oftar en ekki á náið og spennandi samstarf við tónskáld, má þar nefna Finn Karlsson, Þórönnu Björnsdóttur, Gunnar Karel Másson, Nick Martin og Christos Farmakis sem öll hafa samið fyrir hópinn. Útsetningar KIMA eru af ýmsum toga, bæði leika þau þjóðlög frá heimalöndum meðlima - Íslandi og Grikklandi, sem og eigin hljóðfæraútsetningar af sönglögum svo sem Jónasarlögum eftir Atla Heimi Sveinsson og Siete canciones populares españolas eftir Manuel de Falla. Hópurinn hlaut nýverið tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir tónleika ársins í flokknum sígild og samtímatónlist.

Efnisskrá:
Finnur Karlsson: Ferðalög (2021)*
Marianna Filippi: Octopus (2021)*
Þjóðlög í útsetningu KIMA
Kysstu mig hin mjúka mær (íslenskt þjóðlag)
Grátandi kem jeg nú, guð minn, til þín (íslenskt þjóðlag)
Sto pa kai sto ksanaleo (grískt þjóðlag)
Anamesa treis þalasses (grískt þjóðlag)
Siúil a rúin (írskt þjóðlag)
Apano stin triandafilja (grískt þjóðlag)
*frumflutningur

Miðasala á tix:

https://tix.is/is/event/12074/


Participants

accordion player
percussionist

Sponsors and partners