Lokatónleikar Óperudaga

Salnum · Sun 5. jún kl. 20:00
Lokatónleikar

Lokatónleikar Óperudaga í Kópavogi verða haldnir í Salnum, Kópavogi. Þar verður flutt brot af því besta af hátíðinni og fólk hvatt til að fjölmenna. Meðal verka sem flutt verða má nefna Kaffikantötuna eftir J. S. Bach í íslenskri þýðingu, FótboltaÓperu eftir Helga R. Ingvarsson og brot úr sýningunum Selshamurinn og Poppea Remixed.

Ókeypis er inn á alla viðburði nema hádegistónleikana en vegna takmarkaðs miðaframboðs er mælt með að áhugasamir tryggi sér miða með því að senda tölvupóst á operudagar@operudagar.is ásamt nafni, síma og fjölda miða sem óskað er eftir. 

Öllum er velkomið að mæta á staðinn án þess að hafa pantað miða en þá er ekki hægt að tryggja að enn séu til lausir miðar.