Free Play
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsið · þri 30. okt kl. 18:00
Free Play er tilraunakennt verk á mörkum sviðslista og myndlistar þar sem óperan La Traviata eftir Verdi er brotin upp og túlkuð með nálgun raftónlistar. Tónlistarmaðurinn Sveinbjörn Thorarenssen, einnig þekktur sem Hermigervill, skapar hljóðheim verksins í samstarfi við sópransöngkonuna Hrafnhildi Árnadóttur Hafstað. Titillinn er tilvitnun í aríuna Sempre libera eða Ávallt frjáls þar sem aðalpersóna verksins, Violetta, syngur um löngun sína til að lifa frjáls og áhyggjulaus. Orðin Free Play koma einnig fyrir á miðju bingóspjaldanna sem spilað er á í Vinabæ en bingósalurinn veitti sérstakan innblástur við sköpun verksins.
Free Play var þróað á þessu ári og frumsýnt í lok maí í bingósal Vinabæjar í Skipholti með stuðningi listamannalauna Rannís.
Ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir.
Hrafnhildur Árnadóttir / Hrafnhildur Gissurardóttir / Borghildur Indriðadóttir / Petra Valdimarsdóttir / Sveinbjörn Thorarensen, Hermigervill / Saga Sigurðardóttir / Þórunn María Jónsdóttir / Valgerður Árnadóttir / Ástrós Erla Benediktsdóttir / hah-editions