Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað

Sópran

Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað

Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, sópran, hóf söngnám við Söngskólann í Reykjavík og lauk burtfararprófi þaðan árið 2009 undir handleiðslu Dóru Reyndal. Árið 2015 lauk hún mastersnámi frá Hollensku Óperuakademíunni í Amsterdam með Valerie Guillorit og Margreet Honig sem aðalkennara og kemur hún reglulega fram í Hollandi og á Íslandi sem einsöngvari. Meðal óperuhlutverka sem hún hefur sungið eru hlutverk Echo í Ariadne auf Naxos eftir R. Strauss, hlutverk greifynjunnar í Brúðkaupi Fígarós og Fiordiligi í Cosi fan tutte eftir W. A. Mozart, Thérèse í Les mamelles de Tirésias eftir F. Poulenc og titilhlutverk Alcinu eftir G. F. Händel. Á tónleikum hefur Hrafnhildur m.a. sungið Vier letzte Lieder eftir R. Strauss, Mattheusarpassíu og Jólaóratoríuna eftir J. S. Bach, Exsultate Jubilate eftir W. A. Mozart og Gloria eftir F. Poulenc.

Meðal verkefna hennar í vetur eru Petite Messe Solennelle eftir Rossini í Hollandi, Vínartónleikar með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hlutverk Anninu í La Traviata hjá Íslensku óperunni.