VOICELAND

Kartöflugeymslunum, Ártúnsbrekku · lau 3. nóv kl. 14:30
Kartöflugeymslunum, Ártúnsbrekku · lau 3. nóv kl. 17:00
Kartöflugeymslunum, Ártúnsbrekku ·
VOICELANDMYND

Þegar gengið er inn í Voiceland stígur maður inn í landslag sem er einungis myndað með röddum. 17 söngvarar leiða hlustandann í gegnum þetta rýmisverk en innblástur er sóttur frá hefðbundinni raddnotkun (söng, tali, hvísli) og hversdagslegum hljóðum.

Í verkinu, sem er 60 mínútur að lengd, er hlustandinn frjáls í rýminu og getur fært sig á milli staða mitt á meðal flytjendanna. Þetta gefur honum möguleika á að skapa sína eigin upplifun af verkinu. Ferðin í gegnum VOICELAND er einungis leidd áfram af forvitni og áhuga hvers áheyrenda.

VOICELAND er hannað á hverjum stað út frá sýningarrýminu. Þetta gefur hverri uppsetningu af verkinu nýja mynd og að þessu sinni er hún í Gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku, Reykjavík.

Aðgangur er ókeypis en vinsamlegast pantið miða hér


Þátttakendur

leikstjóri og leikmyndahönnuður
kammerkór

Styrktar- og samstarfsaðilar