Mareike Dobewall

Leikstjóri og leikmyndahönnuður

Mareike.jpg

Mareike Dobewall er leikstjóri og leikmyndahönnuður á sviði performanslistar. Verk hennar einskorðast ekki við eina listgrein heldur starfar hún með á ýmsum listsviðum. Hún telur að hver og ein listgrein geti verið það sem við leyfum henni að vera.

Mareike (fædd 1984) er menntuð sem leikstjóri og leikmyndahönnuður og hefur mikla reynslu af hvoru tveggja. Hún hefur unnið við kvikmyndir, leik- og danssýningar, óperu og listasýningar. Síðustu ár hefur áhersla hennar verið á mismunandi hljóðheima í performanslist.

Árið 2017 hóf Mareike doktorsnám við Listaháskólann í Stokkhólmi, en þar sérhæfir hún sig í óperum.

Styrktar- og samstarfsaðilar