Sex, drag & ópera

Tjarnarbíó · fös 27. okt kl. 21:30
0VooKx4g

Komdu og upplifðu hinsegin óperu! Í Sex, Drag & Opera kemur hið alþjóðlega kynsegin óperudragdívó Freddie Love fram og syngur allar uppáhaldsaríurnar þínar....á afar öðruvísi hátt.

Í sýningunni segir Freddie frá flóknu sambandi sínu við óperulistina með djúsí sögum, töfrandi aríum, popplögum og vænum skammti af latexi.

Gagnrýnendur halda ekki vatni yfir Freddie:

„Freddie Love er æðislegt...“

-Broadway World

„Freddie á heima uppi á sviði, það var sönn ánægja að horfa - stjarna er fædd!.“

-British Theatre

„Gómsæt óperukaka.“

-Queerguru

„Það er dásamlegt að upplifa sviðssjarma Freddie Love og röddin háns er einstök og hljómmikil...“

-Musical Theatre Review

„Sýning Freddie Love er litrík og fjölbreytt - einstök skemmtun frá byrjun til enda.“

-Migogaalborg Denmark

MIÐASALA HÉR

STAÐSETNING OG AÐGENGI

Strætó 

Fimm leiðir strætó stoppa beint fyrir framan Ráðhúsið sem er við hlið Tjarnarbíó! Leiðir 1, 3, 6, 11 og 12 stoppa fyrir utan Ráðhúsið.

Bílastæði við Tjarnarbíó

Erfitt getur reynst að finna bílastæði í miðbænum og biðjum við keyrandi gesti að koma tímanlega til að finna bílastæði. Best er að leggja í bílastæðahúsi Ráðhússins eða undir Hafnartorgi.

Aðgengi hjólastóla

Það er gott aðgengi hjólastóla bæði á kaffihúsi Tjarnarbíós og inni í áhorfendasal. Starfsfólk miðasölunnar aðstoðar fólk í hjólastól við að finna góðan stað inn í sal. Bílastæði fyrir fatlaða er að finna beint á móti leikhúsinu.

Þátttakendur

óperudragdívó

Styrktar- og samstarfsaðilar