Ástríður Alda Sigurðardóttir

Píanóleikari

Ástríður Alda Sigurðardóttir

Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Önnu Þorgrímsdóttur. Á árunum 2000–03 stundaði hún nám hjá Reiko Neriki við Indiana University en einnig hefur hún sótt námskeið og einkatíma í píanóleik og kammertónlist hjá listamönnum á borð við Geörgy Sebök, Ludwig Hoffmann, Janos Starker, Jürgen Schröder og Olaf Dressler. Ástríður hefur komið víða fram á tónleikum, ýmist sem einleikari eða með öðrum tónlistarmönnum. Árið 2010 gaf hún út sólóplötuna CHOPIN sem inniheldur fjórar ballöður tónskáldsins auk sónötunnar í b-moll. Einnig hafa komið út hljómplöturnar PORTRAIT (2014) með Emilíu Rós Sigfúsdóttur flautuleikara, FIMM Í TANGÓ (2010) og ALDARBLIK (2007) með henni og söngvurunum Eyjólfi Eyjólfssyni og Ágústi Ólafssyni. Ástríður starfar sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.