Gleðilegi geðrofsleikurinn

Menntaskólinn í Reykjavík · lau 26. okt kl. 17:00
Menntaskólinn í Reykjavík · sun 3. nóv kl. 18:00
Gleðilegi geðrofsleikurinn_2550x1700

Gleðilegi geðrofsleikurinn
– ópera eftir Guðmund Stein Gunnarsson

Fólk fer langar leiðir út í heim til að verða fyrir alls konar læknandi en jafnframt spennandi upplifunum í gegnum hugbreytandi efni með þartilgerðum leiðsögumönnum. En hvað með að koma bara í geðrof? Væri það ekki gaman?

Áheyrendum býðst að koma á Gleðilega geðrofsleikinn og uppgötva undur og stórmerki geðrofsins og kanna lendur hugans til hins ýtrasta. Í óperunni upplifum við hluti sem byggðir eru á lýsingum fólks sem hefur farið í geðrof og heyrum jafnvel brot úr lagstúfum sem „komu til einhvers“ sem var í geðrofi.

Um Einvaldsóð, fyrstu óperu Guðmundar Steins frá árinu 2017 hafði prófessor Atli Ingólfsson meðal annars þetta að segja: „Hér var flutt ópera af wagnerískri lengd, vídd og dýpt. Þetta voru tíðindi og þau verða ekki oft stærri í íslenska óperulífinu.“ Óperan var jafnframt valin eitt af 5 verkum áratugarins 2010-2020 af tímaritinu Aesthetics for Birds. Nú sjö árum síðar snýr Guðmundur Steinn aftur með splunkunýja óperu sem ætti að láta engann ósnortinn og fjallar um málefni líðandi stundar á gamansaman en jafnframt átakalegann hátt.

AÐVÖRUN: Athugið að atriði í sýningunni eru ekki við hæfi barna og gætu reynst mörgum óþægileg.

Verkefnið er styrkt af Sviðslistasjóði, Tónlistarsjóði og Reykjavíkurborg

Sýningin fer fram á 2. hæð Gamla skólans, því miður er sú hæð ekki aðgengileg hjólastólum með lyftu.

Þátttakendur

tónlistarstjóri og píanisti

Styrktar- og samstarfsaðilar