Vökudraumar

Norðurljós, Harpa · lau 2. nóv kl. 12:00
Vökudraumar

Miðasala fyrir staka miða

Dagpassi fyrir 2. nóvember

Vera Hjördís Matsdóttir sópransöngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari flytja Frauenliebe und -leben eftir Robert Schumann í sviðsetningu eftir Snæfríði Sól Gunnarsdóttur leikstjóra. Reynir Axelsson annast íslenskar þýðingar.

Ljóðaflokkurinn rekur tilfinningalega vegferð konu um þýðingarmikið tímabil í lífi hennar. Allt frá því hún ber ástmann sinn fyrst augum, trúlofast, giftist, kynnist móðurhlutverkinu og þangað til ástmaður hennar fellur frá, langt fyrir aldur fram. Ástríðufull ljóð Chamisso lifna við í tónsmíðinni. Tónskáldinu hefur tekist vel til að para innihald ljóðanna við tónlistina en undirliggjandi hljómar og rödd píanósins gefur alltaf sterklega til kynna tilfinningalífið sem bærist um. 

Frauenliebe und -leben er einn af þekktustu ljóðaflokkum Schumann og er hann gjarnan fluttur víða um heim allan. Með því að sviðsetja verkið, stígum við einu skrefi nær áheyrendum og bjóðum þeim að upplifa verkið og allt það litróf tilfinninga sem í því býr, á áþreifanlegan hátt.

Styrktar- og samstarfsaðilar