Viðburður Óperudagar 2025

DÝRIN Á FRÓNI - skólatónleikar

Langholtskirkja · fös 17. okt kl. 10:00
Langholtskirkja · fös 17. okt kl. 12:30
dýrin

Vinsamlegast athugið að þessir tónleikar eru einungis ætlaðir grunnskólahópum og því ekki hægt að nálgast miða á þá.

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, söngkona, Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari, Francisco Javier Jáuregui, gítarleikari og sex kórar flytja lög eftir Stefan Sand við vísur úr bókinni „Dýrin á Fróni – Myndskreyttar vísur um algeng íslensk dýr“ eftir Alfreð Guðmundsson.

Vísurnar lýsa íslenskum dýrategundum með fjölskrúðugum hætti og eru allar í bragarhætti sem nefnist langhenda. Fjölbreytt tónlist Stefans Sands glæðir textann lífi og heyra má meðal annars hvernig hundurinn Húni geysist um hlaðið á bóndabænum sem hann býr í og hvernig hænan Vala gaggar daginn út og inn.

Á tónleikunum munt þú því kynnast hve fjölbreytta tónlist er hægt að semja við vísur sem allar eru ortar í sama vísnaforminu og kynnast dýrategundunum með nýjum hætti í gegnum söng og hljóðfæraleik. Búningar og sviðsmynd verða hönnuð og unnin í samvinnu við börn á grunnskólaaldri. Sú vinna fer fram í listasmiðjum sem leiddar verða af ÞYKJÓ.

Flytjendur eru:
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
Helga Bryndís Magnúsdóttir
Francisco Javier Jáuregui
Mótettukórinn
Hljómeyki
Kammerkórinn Tónar
Gradualekór Langholtskirkju, kórstjóri Sunna Karen Einarsdóttir
Graduale Futuri, kórstjóri Sunna Karen Einarsdóttir
Graduale Liberi, kórstjóri Björg Þórsdóttir

ÞYKJÓ

Sigríður Sunna Reynisdóttir, búningar
Sigurbjörg Stefánsdóttir, búningar
Ingibjörg Fríða Helgadóttir, handrit og sviðsetning

Þátttakendur

tónskáld og stjórnandi
klassískur gítarleikari
kammerkór