Viðburður Óperudagar 2025
Pétur Pan og týndi fjársjóðurinn
Garðabær · þri 21. okt
Garðabær · mið 22. okt
Norðurljós, Harpa · lau 25. okt kl. 11:00

Leikhópurinn Skellibjalla setur á svið leikverkið Pétur Pan og týndi fjársjóðurinn sem byggir á hugmyndum og persónum úr sígilda ævintýrinu eftir J. M. Barrie.
Sagan er samofin við kraftmikla tónlist, m.a. eftir Bernstein, Ravel, Chopin, sem fær nýtt líf með nýjum íslenskum þýðingum Veru Hjördísar.
Pétur Pan og leikstjóri: Níels Thibaud Girerd
Vanda: Bryndís Guðjónsdóttir
Skellibjalla: Vera Hjördís Matsdóttir
Kafteinn Krókur: Oddur Arnþór Jónsson
Píanisti: Einar Bjartur Egilsson
Ungum áhorfendum, á aldrinum 5- 9 ára, er boðið upp á hjartnæma leikhúsupplifun þar sem fjallað er um viðfangsefni eins og t.d. vináttu, hugrekki, auðmýkt og mikilvægi þess að standa með sjálfum sér og öðrum. Markmiðið er einnig að hvetja börn til að virkja ímyndunaraflið, að skrifa sjálf sögur og þora að láta sig dreyma stórt.
Pétur Pan og týndi fjársjóðurinn verður settur á svið þann 25. október kl. 11 á Óperudögum. Auk þess fara fram lokaðar skólasýningar í Garðabæ 20.-22. október.