Anna Sigríður Skarphéðinsdóttir

Sópran

Anna Sigríður Skarphéðinsdóttir

Anna Sigríður Skarphéðinsdóttir fæddist á Ísafirði 1988. Tónlistaruppeldi hennar hófst snemma; 8 ára að aldri hóf hún fiðlunám við Tónlistarskóla Grafarvogs og á sama tíma gekk hún til liðs við Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur og söng þar í rúm 9 ár. 15 ára gömul hóf hún söngnám við Tónlistarskóla FÍH hjá Björku Jónsdóttur.

Samhliða söngnáminu stundaði Anna Sigríður nám á málabraut í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hún tók virkan þátt í leikfélagi skólans ásamt kórunum tveim, Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórnum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.

Vorið 2008 útskrifaðist hún frá MH og hóf þá um haustið nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Dóru Reyndal söngkennara. Þaðan lauk hún svo burtfararprófi, bæði í söng og söngkennslu.

Anna Sigríður stundar nú mastersnám í söng við tónlistarháskólann í Utrecht undir leiðsögn Jóns Þorsteinssonar.

Styrktar- og samstarfsaðilar