Asako Ichihashi

Danshöfundur

1EDFBF07-9967-41F3-9187-3AECC962FD1A_1_201_a

Asako Ichihashi stundaði ballett og píanó nám í Japan þar sem hún ólst upp. Þaðan lá leiðin tilBandaríkjanna þar sem hún lauk B.F.A. prófi í listdansi árið 1991 frá Shenandoah University í Virginíu. Að loknu námi dansaði hún með Dayton Contemporary Dance Company dansflokknum í Ohio í Bandaríkjunum.  Asako flutti til Íslands árið 1993 og stofnaði Ballettskóla á Akureyri semhún rak um sjö ára skeið. Hún hefur kennt einnig á píanó við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Eftir hún flutti suður, hefur hún kennt listdans við Listdansskóla Íslands, Listdansskóla Hafnarfjarðar og Óskanda og einnig skapandi tónlist og hreyfingu í Leikskóla Fögrubrekku í Kópavogi.

Vorið 2008 lauk hún kennsluréttindanámi við Kennaraháskóla Íslands og er með framhaldsskólakennararéttindi í listdansi. Vorið 2021, lauk hún meistaranámi í listkennslu við Listaháskóla Íslands. Asako hefur samið mörg dansverk fyrir skólasýningar og viðburði meðal annars; Listahátíð Akureyrarkirkju,  „Drekinn innra með mér" eftir Elínu Gunnlaugsdóttur sem var í samvinnu við Elínu,Listdansskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands, og „Árstíðirnar" eftir Vivaldi í tónleikaröðinni Töfrahurðin. Asako finnst gaman að ferðast og fara í göngutúr í íslensku náttúrunni.