Dagur Þorgrímsson

Tenór

Dagur Þorgrímsson

Dagur Þorgrímsson tenór er fæddur á Akureyri 1. janúar 1993. Hann hóf  söngnám sitt 11 ára gamall hjá Robert Faulkner í tónlistarskóla Hafralækjarskóla. Sautján ára hóf Dagur söngnám við Tónlistarskólann á Akureyri og var aðalkennari hans þar Michael Jón Clarke. Dagur útskrifaðist með B.Mus gráðu frá Listaháskóla Íslands í Janúar 2018. Kennarar hans þar voru Hanna Dóra Sturludóttur, Kristinn Sigmundsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttur, og Þóra Einarsdóttir auk fjölda gestakennara sem heimsóttu söngdeild LHÍ og leiðbeindu nemendum.

Dagur fór með hlutverk Tamínós í uppsetningu söngdeildar Tónlistarskólans í Kópavogi á Töfraflautunni vorið 2015. Þá hefur hann starfað með nokkrum kórum síðustu ár; Kammerkór LHÍ, Dómkórnum, Schola Cantorum, Kammerkór Seltjarnarneskirkju og Kór Langholtskirkju.

Í lok ágúst síðastliðnum sótti Dagur masterclass í Zell an der Pram í Austurríki undir handleiðslu Prof. Christoph Strehl og Almiru Kreimel sem starfa bæði við Mozarteum háskólann í Salzburg.