Elsa G. Björnsdóttir
Táknmálsskáld
Elsa G. Björnsdóttir er heyrnarlaus leikari, leikstjóri og ljóðskáld með langan og fjölbreyttan feril. Hún er menntuð í táknmálsfræðum, sviðslistum og kvikmyndagerð, hefur unnið sem túlkur milli íslensku og íslensks táknmáls og sem táknmálskennari síðan 1990. Hún hefur leikið í fjölda kvikmynda síðan 1983 og hóf feril sinn sem leikstjóri 2015 með tveimur stuttmyndum sem hafa unnið til verðlauna.
Hún hefur kennt málfræði táknmála við Háskóla Íslands og haldið smiðjur þar sem heyrnarlausir læra að flytja „Visual Vernacular“ sumrin 2022 og 2023. Hún er megin-táknmálshöfundur verkefnisins og flytur verk sín á sviði.