Fjárlaganefnd

Oktett

Fjárlaganefndin

Fjárlaganefnd er oktett skipaður söngnemendum úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hópurinn var myndaður í lok árs 2015 með það í huga að taka þátt í kórnámskeiði á vegum Paul Phoenix á Íslandi. Síðan þá hefur Fjárlaganefnd meðal annars sungið á afmælistónleikum Jóns Nordal á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík og flutt tvö verka hans fyrir Ríkisútvarpið af sama tilefni. Hópurinn undirbýr nú tvenna tónleika í sumar, á Höfn og í Reykjavík. Fjárlaganefnd skipa Sólveig Sigurðardóttir sópran, Hedda Benedikz sópran, Valgerður Helgadóttir alt, Freydís Þrastardóttir alt, Þórhallur Auður Helgason tenór, Sigurjón Jóhannsson tenór, Einar Þór Guðmundsson bassi og Ragnar Pétur Jóhannsson bassi.