Fjárlaganefnd

Oktett

Fjárlaganefndin

Fjárlaganefnd er oktett skipaður söngnemendum úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hópurinn var myndaður í lok árs 2015 með það í huga að taka þátt í kórnámskeiði á vegum Paul Phoenix á Íslandi. Síðan þá hefur Fjárlaganefnd meðal annars sungið á afmælistónleikum Jóns Nordal á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík og flutt tvö verka hans fyrir Ríkisútvarpið af sama tilefni. Hópurinn undirbýr nú tvenna tónleika í sumar, á Höfn og í Reykjavík. Fjárlaganefnd skipa Sólveig Sigurðardóttir sópran, Hedda Benedikz sópran, Valgerður Helgadóttir alt, Freydís Þrastardóttir alt, Þórhallur Auður Helgason tenór, Sigurjón Jóhannsson tenór, Einar Þór Guðmundsson bassi og Ragnar Pétur Jóhannsson bassi.

Styrktar- og samstarfsaðilar