Fjóla Kristín Nikulásdóttir

Sópran

Fjóla

Fjóla Kristín Nikulásdóttir lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 2009. Eftir það hélt hún í áframhaldandi nám til Austurríkis, fyrst við Mozarteum í Salzburg en lauk nýverið mastersprófi í óperusöng frá Konservatorium Wien í Vínarborg. Hún nam einnig í tvö ár hjá Sigrúnu Hjálmtýsdóttur í Söngskóla Sigurðar Demetz. Fjóla kemur reglulega fram sem einsöngvari og hefur getið sér gott orð í kórastarfi en hún starfar nú í kammerkórnum Schola Cantorum, Kór Íslensku óperunnar og í Kammerkórnum Melódíu. Hún er einnig stofnandi og stjórnandi Hljómfélagsins og stjórnandi Skátakórsins. Fjóla hefur sótt fjölda masterclassa og námskeiða, m.a. hjá Kirir Te Kanawa, Lauru Sarti, Angeliku Kirchschlager og Barböru Bonney. Fjóla hefur síðastliðin sex ár sungið tónleika á vegum Classical Concert Company Reykjavík yfir sumartímann, sungið hlutverk Despinu í Cosi van tutte, Aminu í La Sonnambula og nú nýlega Baldursbrá í samnefndri óperu eftir Gunnstein Ólafsson.