Guðný Jónasdóttir

sellóleikari

guðný jónas

Guðný Jónasdóttir sellóleikari lauk Mastersgráðu frá Royal Academy of Music í London árið 2013 eftir að hafa lokið námi við Listaháskóla Íslands og Musikhochschule Lübeck í Þýskalandi. Eftir nám fékk hún inngöngu í Southbank Sinfonia til að öðlast hljómsveitar og kammermúsik reynslu. Guðný hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Unga Fólksins og í tvöfalda konsert Brahms ásamt Eugene Lee og Southbank Sinfonia í London. Guðný starfaði sjálfstætt í Bretlandi á árunum 2013-2019 bæði sem kammermúsíkant og með hljómsveitum í upptökum og á sviði. Hún lék reglulega með English National Opera og Philharmonia ásamt því að vera á prufum sem leiðandi sellóeikari í BBC Wales, Scottish Opera og Opera North. Hún er einnig meðlimur Barokksveitarinnar Brák og hefur komið fram sem gestur með ýmusm kammerhópum á Íslandi eins og Elektru og Kammersveit Reykjavíkur. Guðný hóf störf við Sinfóníuhljómsveit Íslands haustið 2019 og er annar af stofnendum Kammerhópsins Jöklu.