Gunnlaugur Bjarnason

baritón

20200804-_GUN0022

Gunnlaugur Bjarnason er söngvari, uppalinn á Selfossi þar sem hann tók sín fyrstu skref í tónlist við Tónlistarskóla Árnesinga. Seinna meir lauk hann framhaldsprófi í söng frá Menntaskóla í tónlist. Árið 2023 lauk hann meistaraprófi í sama fagi við Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag í Hollandi. Frumraun hans á óperusviðinu var í september 2022 en þá lék hann eitt af burðarhlutverkunum í óperunni Mærþöllu eftir Þórunni Guðmundsdóttur.

Gunnlaugur hefur á síðustu misserum komið fram á fjölmörgum ljóðatónleikum hér á landi, meðal annars Sönghátíð í Hafnarborg, Englum og mönnum í Strandarkirkju, Þrístökkinu á Fagurhólsmýri, Kúnstpásu Íslensku óperunnar o.fl. Þá hefur hann líka komið fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Suðurlands.

Gunnlaugur er líka menntaður íslenskufræðingur og heldur úti hlaðvarpi um íslenskar bókmenntir fyrri alda með Ármanni Jakobssyni.

Styrktar- og samstarfsaðilar