Halldóra Ósk Helgadóttir

Sópran

Halldóra Ósk Helgadóttir

Halldóra Ósk Helgadóttir (fædd 1997) stundar nám við Söngskólann í Reykjavík undir leiðsögn Hörpu Harðardóttur og Hrannar Þráinsdóttur. Halldóra hefur um árabil sungið í kórum Langholtskirkju og Harmahlíðarkórunum en í dag er hún meðlimur Graduale Nobili. Sumarið 2015 tók Halldóra þátt í Skapandi Sumarstörfum Kópavogs ásamt Baldvini Snæ Hlynssyni þar sem þau fluttu dægurlagatónleika á ýmsum stöðum í Kópavogi. Saman gáfu þau út plötuna Á Vatnsenda haustið þar á eftir. Sumarið 2016 tók Halldóra þátt í Óperuakademíu unga fólksins í Hörpu. Veturinn 2016-2017 fór Halldóra með hlutverk annars drengs í Töfraflautunni eftir Mozart á vegum Nemendaóperu Söngskólans en síðastliðinn vetur fór hún með hlutverk Rósalindu í Leðurblökunni eftir J. Strauss.