Haukur Gröndal

Saxafónleikari

Haukur Gröndal

Haukur hóf að leika á klarínett og saxófóna á unga aldri. Hann útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH árið 1997. Hann var búsettur í Danmörku frá 1998 til 2006 þar nam hann m.a. við Rytmisk Musikkonservatorium og útskrifaðist þaðan 2004 með M.M. gráðu í saxófónleik. Á námsárunum fékk Haukur mikinn áhuga á heimstónlist A-Evrópu og hefur farið í fjölda námsferða til Búlgaríu, Makedóníu og Tyrklands. Haukur tók framhaldspróf í klassískum klarínettleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 2016. Hann hefur leikið á tónleikum og tónlistarhátíðum um stóran hluta Evrópu, í Bandaríkjunum og á Indlandi. Haukur hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Stórsveit Reykjavíkur og leikið í uppfærslum á söngleikjum í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Verk eftir Hauk hafa verið flutt og hljóðrituð af ýmsum hljómsveitum heima og erlendis. Hann hefur leikið inn á u.þ.b. 80 hljóðrit. Haukur er fjórfaldur handhafi Íslensku Tónlistarverðlaunanna.

Styrktar- og samstarfsaðilar