Hrefna Lind Lárusdóttir

Leikstjóri

Hrefna Lind Lárusdóttir

Menntun

2011 BA. Almenn bókmenntafræði.
2014 MFA. Leikhús og samtímasviðslistir Naropa University, Boulder Colorado.
2017 MA. Alþjóðlegt meistaranám í sviðslistum. Listaháskóli Íslands.

Sviðslistakonan Hrefna Lind Lárusdóttir vinnur á mörkum listforma. Verk hennar byggja á líkamlegu leikhúsi, performans, dans, videó innsettningum, tónlist og skrifuðum texta. Þau eiga það til að færa áhorfendur að mörkum raunveruleika og fantasíu þar sem hún afbyggir hversdagsleikann í þeim tilgangi að hitta áhorfandann í áður ókönnuðu rými.

Hrefna vinnur í nánu samstarfi við aðra listamenn og býr til dýnamískt samtal innan þess heims sem hún vinnur útfrá.

Ýmist sem dramatúrgur, leikstjóri, leikari og performer, kennir hún einnig á námskeiðum og stýrir listavinnubúðum. Í kennslu og leikstjórn nýtir hún samtímasviðslistaþjálfun í þeim tilgangi að hver og einn nálgist sköpunarkraft sinn og finni sinni listrænu rödd farveg.

www.hrefnalind.is

Styrktar- og samstarfsaðilar