Jóhann G. Jóhannsson

tónskáld

Jóhann G.

Að loknu námi í Bandaríkjunum og Svíþjóð starfaði Jóhann G. Jóhannsson sem tónlistarstjóri Leikfélags Reykjavíkur (1981-’91) og Þjóðleikhússins (1991-2010), stjórnaði þá tónlist við fjölda söngleikja og samdi einnig leikhústónlist af ýmsu tagi. Í seinni tíð hefur Jóhann helgað sig tónsmíðum og textagerð auk þess að útsetja fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, m.a. tónlist sína við „Skilaboðaskjóðuna" og tónlistarævintýri sitt um „Strákinn og slikkeríið". Lag og ljóð Jóhanns „Landið mitt“ var valið vinningslag og -ljóð í samkeppni um nýtt kórverk í tilefni hundrað ára fullveldis Íslands 2018. Sönglög Jóhanns við ljóð Halldórs Laxness og Þórarins Eldjárns hafa verið gefin út á geisladiskum og nótnabókum, og konsert hans fyrir sópran og hljómsveit, “Be not afeard” við texta úr Ofviðri Shakespeares var frumfluttur af syngjandi stjórnandanum Ragnheiði Ingunni á Óperudögum í nóv. 2022 og hljóðritaður með henni og Sinfóníuhljómsveit Íslands í ágúst 2024.