Júlía Mogensen

Sellóleikari

julia_69.jpg

Júlía Mogensen er klassískt menntaður sellóleikari og reglulegur flytjandi nýrrar tilraunakenndar tónlistar. Hún hefur áhuga á að kanna hljóð sem miðil til mögulegra umbreytinga. 

Hún hefur átt í fjlbreyttu samstarfi við breiðan hóp listamanna, á sviði, í upptökum og sem meðtónskáld bæði hér heima og erlendis.

Frá 2019-2020 stundaði hún nám í myndlist við LHÍ þar sem hún rannsakaði margþætt tengsl flytjandans, áhorfandans og hljóðfærisins í gegnum ólíka miðla.

Júlía lærði við Listaháskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í London við Guildhall School of Music & Drama og síðar í Berlín. Hún var meðlimur Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku Óperunnar frá árunum 2013-2019.

Styrktar- og samstarfsaðilar