Juliette Louste

Ljósahönnuður

7939CC90-930F-44C1-BE23-50407F09865C_1_201_a

Juliette Louste er dansari og danshöfundur, kennari, tæknistjóri, og ljósahönnuður. Hún stundaði nám við Institut del Teatre í Barselóna og hóf atvinnumennsku sína í sviðslistum árið 2007. Eftir útskrift árið 2012, starfaði hún og bjó víða um heim; í Evrópu, Kanada, Suður-Afríku, Brasilíu, Japan, Bandaríkjunum og á Íslandi en hingað kom hún fyrst árið 2013. Frá árinu 2016 hefur Juliette búið hérlendis og unnið í ýmsum leikhúsum (Tjarnarbíói, Borgargleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu) og við þrjár listahátíðir (Reykjavík Dance Festival, Reykjavík Fringe Festival og UNGI).

Styrktar- og samstarfsaðilar