Kammerkórinn Huldur

Kammerkór

huldur

Kammerkórinn Huldur steig fyrst á kórpallana haustið 2021. Nafnkostur kórsins er huldurin sem, djúpt í hafi, knýr öldurnar fram með langspili sínu líkt og segir í ljóði Gríms Thomsen eða saumar sólargull í vatnsdropa fossins líkt og í ljóði Hannesar Péturssonar. Kórinn er skipaður 29 ungmennum. Huldur hefur tekið virkan þátt í kóralífi Reykjavíkur undanfarin ár, haldið marga tónleika og frumflutt 28 kórverk á aðeins tveimur árum, m.a. eftir Hafstein Þórólfsson, Hildigunni Rúnars, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Huga Guðmundsson - greinilegt H-þema hér á sveimi. Kórstjóri Huldar er Hreiðar Ingi Þorsteinsson.

Styrktar- og samstarfsaðilar