Lilja Margrét Riedel

Sópran

Lilja Margrét Riedel

Lilja Margrét Riedel fæddist í Reykjavík þann 20.apríl 1991. Tónlistariðkun hóf hún í Laugarnesskóla. Lærði þar fyrst á klarinett hjá Kristjáni Stephensen og síðan á þverflautu hjá Jósef Magnússyni. 12 ára flutti hún ásamt fjölskyldu sinni vestur í Stykkishólm. Hún lauk miðprófi bæði í þverflautuleik og einsöng frá Tónlistarskóla Stykkishólms. Stúdentsprófi lauk Lilja frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga vorið 2010 með afburðaárangri. Eftir stúdentsprófið flutti hún til Reykjavíkur og var í tímum hjá allnokkrum söngkennurum áður en hún varð nemandi Alinu Dubik, en hún hefur verið kennarinn hennar á þriðja ár og lýkur Lilja burtfararprófi í einsöng vor 2017 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Lilja Margrét lauk B.A. prófi í þýsku og þýðingarfræðum frá Háskóla Íslands haustið 2014. Lilja lauk miðstigi á píanó hjá Þórhildi Björnsdóttur nú í vor 2016 en hún hefur verið í píanótímum samhliða söngnáminu í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Lilja er meðlimur í kjarnakór íslensku óperunnar og tók þátt í sinni fyrstu uppfærslu í ár, Don Giovanni eftir Mozart og var þar í ósungnu aukahlutverki sem þjónustustúlka Donnu Elviru. Næsta verkefni íslensku óperunnar sem Lilja tekur þátt í sem meðlimur kórsins er Eugene Onegin eftir Tjaíkovskí.

Styrktar- og samstarfsaðilar