Magnús Már Björnsson

bassi

Magnús.jpg

Magnús hóf söngferil sinn 9 ára gamall í Drengjakór Laugarneskirkju undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Síðar stundaði hann nám hjá Jóhanni Smára Sævarssyni, Snæbjörgu Snæbjarnardóttur, Bergþóri Pálssyni, Kristjáni Jóhannssyni og síðast Viðari Gunnarssyni.

Árið 2014 lauk Magnús framhaldsnámi frá Söngskóla Sigurðar Demetz. 2016 hóf hann nám í háskóladeild Söngskóskólanns í Reykjavík og naut þar leiðsagnar Viðars Gunnarssonar.

Á námsferli sínum hefur hann tekið þátt í ýmsum nemendauppfærslum. Ber þá helst að nefna hlutverk Rodolfo í La sonnambula eftir Bellini, Dulcamara í L’elisir d’amore eftir Donizetti, Sarastro í Töfraflautunni eftir Mozart og nú síðast fangelsisstjórann Frank í Leðurblökunni eftir J. Strauss.