Magnús Hallur Jónsson
Tenór

Magnús Hallur lærði söng í Söngskólanum í Reykjavík hjá Bergþóri Pálssyni og Ólöfu Kolbrúnu Jónsdóttur. Frekara nám sótti hann í Hochschule für Musik "Hanns Eisler" í Berlin. Þar var aðalkennari hans var Bernd Riedel en hjá Wolfram Rieger fékk hann leiðsögn í ljóðasöng. Í Berlín hefur hann komið fram hjá Staatsoper Berlin, Konzerthaus og á vegum Deutsche Oper Berlin meðal annarra og söng til dæmis í uppsetningu Jürgen Flimm á "Macbeth" eftir Sciarrino. Í Berlín er hann virkur í flutningi nútíma verka og kemur reglulega fram með Solistenensemble Phønix16, Opera Lab Berlin, og Lwowski-Kronforth Musiktheater Kollektiv. Námskeið sótti hann hjá Kiri Te Kanawa, Christoph Marthaler o.fl.